Þrír eru inni­liggjandi á Land­spítalanum með CO­VID-19, þar af einn á gjör­gæslu. Tveir þeirra smituðu eru um sjö­tugt og einn er á fimm­tugs­aldri.

Þetta stað­festir Anna Sig­rún Baldurs­dóttir, að­stoðar­maður for­stjóra Land­spítala, í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Þegar við leggjum inn fólk á spítala er það veikt og ef það er á gjör­gæslu er það mjög veikt,“ segir Anna Sig­rún spurð um líðan þeirra sem liggja inni.

Sá sjö­tugi sem er á gjör­gæslu er hins vegar á bata­vegi og er kominn úr öndunar­vél. Sá hinn sami kom hingað til landsins flug en vélin þurfti að nauð­lenda vegna veikinda hans.

„Það var neyðar­lending í síðustu viku með sjúk­ling sem reyndist vera með co­vid-19. Það er þessi ein­stak­lingur og við­komandi er á bata­vegi núna,“ segir Anna Sig­rún.