Danskur ferðamaður og tyrkneskur svifvængjaflugmaður neyddust til að nauðlenda í hafinu þegar fallhlífin þeirra rifnaði í miðju flugi. Þetta gerðist síðastliðinn föstudag við strandbæinn Alanya í suður-Tyrklandi.

Danska konan, sem var sjötug, virtist ekkert átta sig á að hún væri í hættu og naut þess að fljúga og nauðlenda í Miðjarðarhafinu. Fréttavefur Reuters greinir frá.

Flugmaðurinn Tulgay Ozden opnaði þá neyðarfallhlífina. Þau féllu hratt til jarðar og ákvað hann þá að stýra þeim í sjóinn.

Konan var svo ánægð með flugið að hún lofaði að koma aftur á næsta ári.

Engan sakaði og náðist allt á myndband sem má sjá hér að neðan.