Aflminni gerðin verður 473 hestöfl en Competition útgáfan verður með 503 hestöfl og 650 newtonmetra af togi sem dugar bílnum til að komast í hundraðið á aðeins 3,9 sekúndum. Á sama tíma frumsýndi BMW einnig M4 Coupe sem byggir á sama CLAR undirvagni og M3. Afltölur fyrir þann bíl eru þær sömu og í M3. Hvort þessir bílar verða boðnir á Íslandi er ekki talið líklegt nema með sérpöntun. BL hefur undanfarið lagt aðaláherslu sína á BMW merkinu á jepplinga merksins enda hafa þeir verið aðalsölubílarnir hérlendis.

BMW M4 Coupe svipar mjög til M3 að framan en er aðeins tveggja dyra og verður einnig notaður sem keppnisbíll.