Í dag fóru fram þing­kosn­ing­ar í Ísra­el og mið­að við út­göng­u­spár verð­ur Benj­a­min Net­an­y­ah­u for­sæt­is­ráð­herr­a lands­ins í sitt sjött­a kjör­tím­a­bil. Lok­a­nið­ur­stöð­u kosn­ing­ann­a er ekki að vænt­a fyrr en í lok vik­unn­ar og gætu hlut­irn­ir því breyst mik­ið.

Þett­a eru fjórð­u kosn­ing­arn­ar í land­in­u á tveim­ur árum og ef út­göng­u­spár reyn­ast rétt­ar mun það reyn­ast Net­an­y­ah­u snú­ið að mynd­a rík­is­stjórn en þó er eng­inn í betr­i stöð­u til þess en hann.

Sam­kvæmt út­göng­u­spám þriggj­a ísr­a­elskr­a fjöl­miðl­a bæt­ur flokk­ur hans Lik­ud við sig tveim­ur sæt­um og fer úr 31 í 33. Kosn­ing­a­band­a­lag á hægr­i væng ísr­a­elskr­a stjórn­mál­a fær 53 til 54 sæti, sem er ekki nóg til að ná meir­i­hlut­a á þing­in­u þar sem 120 þing­menn sitj­a.

Ef fer fram sem horf­ir þarf Net­an­y­ah­u að treyst­a á stuðn­ing ann­ars hægr­i­manns, Naft­al­i Benn­ett, til að hald­a stól­i for­sæt­irs­áð­herr­a. Flokk­ur Benn­ett, Yam­in­a, fær sjö til átta sæti.

Með stuðn­ing­i Benn­ett get­ur Net­an­y­ah­u mynd­að eina hægr­i­sinn­uð­ust­u rík­is­stjórn í sögu Ísra­els sam­kvæmt New York Tim­es. Þar kæmu sam­an flokk­ar strang­trú­aðr­a gyð­ing­a, öfg­a­þjóð­ern­is­sinn­a, sem berj­ast gegn rétt­ind­um sam­kyn­hneigðr­a og einn sem send­a vill Ísra­els­menn af ar­ab­ísk­um upp­run­a úr land­i, séu þeir ekki nægj­an­leg­a hlið­holl­ir rík­in­u.