Vísindamenn bandarísku haf- og loftslagsráðstefnunnar NOAA segja að síðasta ár hafi verið sjötta heitasta árið frá upphafi mælinga árið 1880.

Bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, sagðist hafa fengið sömu niðurstöður.

Fyrri mælingar sýndu fram á að síðasta sumar hefði deilt metinu yfir heitasta sumar frá upphafi með sumrinu 1936.

Þá er síðasti áratugur sá heitasti frá upphafi mælinga.

Að sögn vísindamanna NOAA má rekja hækkandi hitastig og auknar sviptingar í veðurfari til hnattrænnar hlýnunar.