Vísindamenn vara við fordæmalausri útrýmingu sjávarlífvera haldi jörðin áfram að hlýna án afláts vegna óheftrar losunar gróðurhúsloftegunda. Í niðurstöðum rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Science á fimmtudag er fullyrt að gríðarlega stór hluti alls lífríkis í sjó muni á skömmum tíma þurrkast út vegna súrefnisskorts í hafi sem hlýst af hækkandi hitastig jarðar.

Varað er við því að lífverudauðinn gæti verið svipað til hamfaraatburða á borð við þann mikla útdauða sem reið yfir jörðina fyrir rúmalega 250 milljón árum síðan. Á því tímabili dó sjötíu prósent alls lífríkis í sjó á tiltölulega skömmum tíma og dró úr fjölbreyttni lífvera á jörðu um langt skeið.

Á fréttamiðlinum NBC er greint frá því að samkvæmt nýjustu spálíkönum vísindamanna nálgast jörðin nú óðfluga svipaðar aðstæður og voru uppi þegar stóra aldauð tímabilið átti sér síðast stað. Þeir benda þó á að ekki er of seint til að afstýra þessum hamförum. Höfundar greinarinnar undirstrika að ef þjóðarleiðtogum tekst að ná markmiðum sem lögð voru fram á loftlagsráðstefnunni í París árið 2015 verði hægt að sneiða hjá þessum örlögum.