Maður sem Landhelgisgæslan leitaði að við Langasand á Akranesi í gærkvöldi fannst látinn. Ásmund­ur K.R. Ásmunds­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að hinn látni hafi verið Íslendingur.

Greint hefur verið frá því að Landhelgisgæslan hafi fengið útkall á tíunda tímanum í gærkvöldi og hafi þyrla og tvö skip leitað manns sem hafði verið í sjósundi. Síðan var greint frá því á tólfta tímanum að þyrlan hefði verið kölluð til baka.

Ásmundur segir að útkall lögreglu hafi klárast um tvöleytið í nótt. Um það bil fimmtíu björgunarsveitarmenn hafi tekið þátt í leitinni, sem hófst með útkalli til lögreglu þegar maðurinn hafi ekki skilað sér til sjósundshóps sem hann var að synda með.