Mjög slæmt veður er á Akureyri eins og annars staðar á landinu en þar hefur sjór gengið yfir götur.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að við Norðurgötu, Gránufélagsgötu og Eiðsvallagötu hafi sjór gengið yfir og biðlar lögreglan til vegfarenda að aka ekki um þessar götur.

Á vef Akureyri.net má sjá mynd af Gránufélagsgötunni en þar er allt á floti.

Eins og greint hefur verið frá þá er óveður á stórum hluta lands og veðurviðvaranir í gildi fram eftir degi og fram á morgun.

Hafir þú myndir eða myndbönd af óveðrinu sem þú vilt deila með Fréttablaðinu er hægt að senda þær á ritstjorn@frettabladid.is eða í gegnum Facebook-síðu okkar hér.