Ástralski leikarinn Peter Hardy, sem lék meðal annars í Neighbours-sjónvarpsþáttunum sem og mörgum öðrum kvikmyndum innan og utan heimalandsins, fannst látinn 66 ára gamall í síðustu viku.

Fjallað er um andlátið í breskum og áströlskum fjölmiðlum.

Hardy, sem var búsettur í London, hafð nýlega flogið til uppeldisborgar sinnar Perth til að heimsækja móður sína, sem er á efri árum.

Dánarorsök leikarans var drukknun, en hann fannst látinn við strendur Ástralíu. Hann hafði verið að stunda yfirborðsköfun.

Fram kemur að þeir sem hafi komið að Hardy hafi reynt endurlífgun án árangurs.