Sjómaðurinn á Sig­hvati GK-57 sem saknað er heitir Ekasit Thasap­hong og er fædd­ur árið 1980. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hann kom ungur til Íslands og býr í Grinda­vík ásamt eig­in­konu sinni og er þriggja barna faðir. Ekasit hefur lengst af starfað hjá Vísi hf.

Fram kemur að fjöl­skyld­a hans hafi öll verið mjög virk í sam­fé­lag­inu í Grinda­vík. Því sé bærinn sleginn yfir fréttunum. Fjölskyldan þakkar samhug sam­fé­lags­ins.

Þá þakkar starfs­fólk Vís­is þeim sem tekið hafa þátt í leit­inni að Ekasit.