Sjómaðurinn á Sighvati GK-57 sem saknað er heitir Ekasit Thasaphong og er fæddur árið 1980. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Hann kom ungur til Íslands og býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni og er þriggja barna faðir. Ekasit hefur lengst af starfað hjá Vísi hf.
Fram kemur að fjölskylda hans hafi öll verið mjög virk í samfélaginu í Grindavík. Því sé bærinn sleginn yfir fréttunum. Fjölskyldan þakkar samhug samfélagsins.
Þá þakkar starfsfólk Vísis þeim sem tekið hafa þátt í leitinni að Ekasit.