Fréttir

Sjö­­stjörnunni gert að greiða tæpar 250 milljónir

Sjöstjarnan ehf., félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar í Subway, tapað í dag máli gegn þrotabú félags sem áður var í eigu Skúla.

Skúli Gunnar og Sveinn Andri hafa borist á banaspjótum vegna málsins.

Fasteignafélagið Sjöstjarnan ehf., sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, jafnan kenndur við Subway, var í dag dæmt til að greiða þrotabúi félagsins EK1923 ehf. tæpar 223 milljónir króna, auk dráttarvaxta.

Þá féllst héraðsdómur jafnframt á riftunarkröfu EK1923 á rúmlega 21 milljón króna greiðslu frá EK1923 til Sjöstjörnunnar, og Sjöstjörnunni gert að endurgreiða fjárhæðina ásamt vöxtum. Þá var kyrrsetningaraðgerð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu staðfest á tveimur fasteignum í eigu Sjöstjörnunnar, á Selfossi og í Ölfusi, og tveimur eignum Skúla Gunnars, á Seltjarnarnesi og í Ölfusi. Loks var Sjöstjörnunni gert að greiða tvær og hálfa milljón í málskostnað.

Tilkynntu hvorn annan til saksóknara

Málið á sér langan aðdraganda, og hefur komist í kastljós fjölmiðla sökum harðvítugra orðaskipta Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns þrotabúsins, og Skúla Gunnars í Subway.

Sveinn Andri hafði tilkynnt Skúla, ásamt Guðmundi Hjaltasyni, framkvæmdastjóra Sjöstjörnunnar, til embættis Héraðssaksóknara. Sakaði Sveinn þá félaga m.a. um að selja fasteignir í eigu Sjöstjörnunnar til annarra félaga í eigu Skúla langt undir markaðsvirði eignanna. Var Sjöstjörnunni m.a. lýst sem „eignalausri skel“ í tilkynningu Sveins til hérðassaksóknara.

Skúli, sem var áður eigandi Eggerts Kristjánssonar ehf., sem varð síðar meir félagið EK1923, kærði jafnframt Svein Andra til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir. Stóðu þeir Skúli og Sveinn í ritdeilum í fjölmiðlum vegna málsins, og hafa eldað grátt silfur saman yfir rekstri málsins.

Þá hófust einnig málaferli vegna sölu félagsins Stemmu, sem er einnig í eigu Skúla Gunnars, til annars félags. Voru það Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður og félag hans Sjarmur og Garmur sem stefndu Stemmu.

Sigmar Vilhjálmsson, ásamt Skúla Gunnari Sigfússyni í Subway, Snorra Marteinssyni og Jóhannesi Ásbjörnssyni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tekinn aftur á ríflega 130 á Reykjanesbraut

Innlent

Lög­reglan leitaði að „Stúfi“ í Bú­staða­hverfi

Erlent

Segja asbest í barnapúðri Johnson & Johnson

Auglýsing

Nýjast

Tekinn á 132 með vélsleðakerru í eftirdragi

Kældi brennandi bíl með snjó

Glæ­ný Boeing-þota nauð­lendir í Íran

Braust inn í bíl en eigandinn sat undir stýri

Ölvaður maður bjálaðist í vegabréfaskoðun

Ísland er dýrasta land í Evrópu

Auglýsing