Bílar

Sjö sæta Ford Kuga leysir af Edge

Á síðasta ári var Kuga jepplingurinn söluhæsta einstaka bílgerð Ford í Evrópu og seldust 153.542 eintök af bílnum. Í ár mun líklega enn aukast við sölu hans með lengri 7 sæta útgáfu.

Ford Kuga.

Miklar hræringar eiga sér stað hjá Ford þessa dagana og skemmst að minnast ákvörðunar fyrirtækisins að hætta smíði alla fólksbíla fyrir Bandaríkjamarkað, nema Mustang. Fleiri hræringar eru þó í bígerð í bílaframboði Ford og það fyrir Evrópumarkað. Þar ætlar Ford að hætta að bjóða Edge bílinn og bjóða í hans stað lengri gerð af Kuga jepplingnum, en hann er með þrjár sætaraðir og rúmar 7 farþega. 

Á síðasta ári var Kuga jepplingurinn söluhæsta einstaka bílgerð Ford í Evrópu og seldust 153.542 eintök af bílnum. Næst söluhæsti bíllinn var Ford EcoSport með 111.856 bíla selda og jókst sala hans um 78% á milli ára. Sala Edge bílsins stóra var hinsvegar mjög dræm, eða aðeins 9.527 bílar og varð 41% minnkun í sölu hans á milli ára. Það er því ekki nema von að Ford dragi Edge af markaði í Evrópu og setji í staðinn Kuga af lengri gerð á markað. Kuga jepplingurinn mun koma af nýrri gerð á þessu ári og fyrsta sinni verður hann framleiddur í lengri útgáfu fyrir Evrópumarkað.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Honda lokar verksmiðju í Bretlandi

Bílar

Rolls Royce hefur ekki undan að framleiða Cullinan

Bílar

Framleiðslu Opel Cascada hætt í sumar

Auglýsing

Nýjast

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Auglýsing