Sjö manna fjölskylda var á meðal þeirra 23 sem fórust í fellibyljum sem gengu yfir Alabama á sunnuadag.

BBC greinir frá þessu. Fólkið sem tilheyrði fjölskyldunni voru á aldrinum 6 til 89 ára, að sögn dánardómstjórans í Lee County, Bill Harris.

Talið er að þau hafi öll verið inni í húsi sínu þegar fellibylurinn gekk yfir. Fimm þeirra fundust hins vegar skammt frá leifum hússins, þegar veðrinu slotaði. 

Átta er enn saknað.