Innlent

Sjö lög­reglu­menn stöðvuðu hópslags­mál fyrir austan

Tveir hópar í sumarbústaðahverfi slógust seint í nótt.

Lögreglustöðin á Egilsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

Lögreglan á Egilsstöðum þurfti á öllum sínum mannskap að halda á fjórða tímanum í nótt, þegar hún freistaði þess að stöðva hópslagsmál í sumarbústaðhverfinu á Einarsstöðum.

RÚV greinir frá þessu.

Tveimur hópum, sem voru með bústaði á svæðinu laust saman. Fjórir lögreglumenn voru á vakt en þrír til viðbótar voru kallaðir út þegar lögreglan sá hvers eðlis var. Á bilinu 20 til 30 manns voru í þvögu og einhverjir þeirra að slást, þegar lögreglu bar að garði.

Tveir voru handteknir, samkvæmt RÚV, en þeim hefur verið sleppt. Engin kæra vegna líkamsárásar hefur að sögn borist.

Haft er eftir Hjalta Axelssyni aðalvarðstjóra að mennirnir tveir séu grunaðir um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum en annar að auki grunaður um að hafa reynt að tálma handtöku. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Á­kvörðun um Kapla­krikaknatt­hús í hendur Guð­mundar

Innlent

Orku­mála­stjóri um Kona fer í stríð: „Fólk sem hatar raf­magn“

Innlent

Arn­þrúður: Reynir þarf að þola um­ræðuna

Auglýsing

Nýjast

Há­marks­greiðslur í fæðingar­or­lofi hækka

Póstberi kærir eftir að hundur beit hann í magann

Tveir á slysa­deild eftir bíl­slys á Suður­lands­vegi

Kona fer í stríð keppir ekki um Óskarinn

„Vilja hrein­lega henda snörunni fram af Al­þingis­húsinu“

Skandinavískir há­skóla­nemar myrtir í Marokkó

Auglýsing