Í árs­skýrslu Ríkis­endur­skoðunar sem birtist í vikunni kemur fram að 52 virkir sjóðir eða stofnanir hafa aldrei staðið skil á árs­reikningi til Ríkis­endur­skoðunar þrátt fyrir ár­legar í­trekanir. Kemur fram í skýrslunni að ár­lega vantar skil frá um 30-40 prósent sjóða og stofnana á skrá.

Hefur Ríkis­endur­skoðun marg­oft bent stjórn­völdum á að virkari laga­úr­ræði þurfi til að knýja fram skil á árs­reikningum þessara aðila án þess að brugðist hafi verið við þeim á­bendingum, segir í skýrslunni.

Í skýrslu fyrir skil árs­reikninga 2019 kemur fram að í árs­lok 2020 voru 696 virkar sjálfs­eigna­stofnanir og sjóðir sem falla undir sér­stök lög um sjóði og stofnanir. Alls bar þó 705 stofnunum og sjóðum að standa skil á árs­reikningi og skýrslu til Ríkis­endur­skoðunar en á árinu 2020 voru stað­festar sjö nýjar skipu­lags­skrár og 16 stofnanir eða sjóðir voru lagðir niður.

Af þessum 705 aðilum skiluðu þó að­eins 473 árs­reikningi og skýrslu til Ríkis­endur­skoðunar vegna rekstrar­ársins 2019