Þeir Sum­ar­lið­i Vet­ur­lið­i Snæ­land Ingi­mars­son og Jón Örvar Gests­son trú­lof­uð­u sig við flug­eld­a­sýn­ing­u og gift­u sig við eld­gos. Brúð­kaup­ið var á­kveð­ið með fárr­a daga fyr­ir­var­a og geng­u þeir upp með jakk­a­föt­in í bak­pok­a.

Á mán­u­deg­i fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um var á­kveð­ið að brúð­kaup­ið yrði föst­u­dag­inn eft­ir og þurft­u þeir að hafa hrað­ar hend­ur til að allt geng­i upp eins og þeir vild­u hafa það. Enginn mátt­i þó vita af fyr­ir­ætl­un­um þeirr­a og þótt­i Jóni ekki síst á­skor­un að segj­a ekki móð­ur sinn­i frá.

En voru þeir strax til í að láta verð­a af hug­mynd vin­kvenn­a þeirr­a og láta gefa sig sam­an við spú­and­i eld­gos og renn­and­i hraun?

Jón Örvar: „Mér fannst þett­a nú hálf kján­a­leg og klisj­u­leg hug­mynd.“

Sum­ar­lið­i:„Það er samt ekki hægt að segj­a að þett­a sé klisj­a því það var eng­inn bú­inn að gera þett­a. Mér fannst hug­mynd­in geggj­uð og var strax til í þett­a.“

Á­kveð­ið var að þau fjög­ur mynd­u hitt­ast á mán­u­deg­in­um og á þeim fund­i sann­færð­ust þeir um að láta slag stand­a.

Jón Örvar:„Þær sögð­u okk­ur að redd­a jakk­a­föt­un­um og þær mynd­u sjá um rest.“

Eva Mar­í­a og Birn­a báru þenn­an pop up skipt­i­klef­a þar sem brúð­gum­arn­ir höfð­u fat­a­skipt­i alla leið­in­a upp.
Mynd/Styrmir & Heiðdís Photography

Brúð­kaups­und­ir­bún­ing­ur

Mán­u­dag­ur: Jón og Sum­ar­lið­i hitt­a Birn­u og Evu Mar­í­u hjá Pink Icel­and og á­kveð­ið er að stór­i dag­ur­inn verð­i föst­u­dag­inn eft­ir, þann 9. apr­íl.

Þriðj­u­dag­ur: Sum­ar­lið­i fer og læt­ur púss­a trú­lof­un­ar­hring­an­a og þeir velj­a sér jakk­a­föt.

Mið­vik­u­dag­ur: Þau fara upp að gígn­um til að skoð­a að­stæð­ur, hring­arn­ir eru sótt­ir og fund­ur hald­inn með at­hafn­a­stjór­a.

Fimmt­u­dag­ur: Sum­ar­lið­i fer í klipp­ing­u og sæk­ir jakk­a­föt­in til skraddara sem sá um að stytt­a bux­urn­ar. Þeir skrif­a heit sín sem þeir fóru með við at­höfn­in­a.

Föst­u­dag­ur: Til­von­and­i hjón­in borð­a dög­urð heim­a, eru svo sótt­ir af teym­i sem sam­an­stóð af at­hafn­a­stjór­a, ljós­mynd­ur­um, víd­e­ót­ök­u­mann­i og að­stoð­ar­fólk­i og geng­ið upp að Fagr­a­dals­fjall­i klukk­an 13.

Sum­ar­lið­i: „Við vor­um bara klædd­ir í göng­u­föt með jakk­a­föt­in í bak­pok­an­um á­samt vatn­i og nest­i.

Eftir at­höfn­in­a skipt­u þeir yfir í lop­a­peys­ur sem mamm­a Jóns Örvars hafð­i prjón­að á þá.
Mynd/Styrmir & Heiðdís Photography

Út­lit­ið á leið upp ekki gott

Veð­ur­spá­in hafð­i ver­ið tví­sýn og á leið­inn­i upp tók á móti hópn­um snjó­hríð og þoka svo út­lit­ið var ekki gott. Jón Örvar við­ur­kenn­ir að hafa ver­ið orð­inn svo­lít­ið bug­að­ur þeg­ar á leið­ar­end­a var kom­ið enda svo þykkt yfir að gos­ið sást ekki fyrr en alveg upp að því var kom­ið.

Sum­ar­lið­i:„Svo þeg­ar við vor­um komn­ir á okk­ar stað lægð­i skynd­i­leg­a og birt­i til yfir okk­ur.“

Að­spurð­ir hvort þeir hafi ekki tek­ið því sem gæf­u­merk­i svar­ar Jón Örvar í létt­um tón: „Jú ég hugs­að­i bara með mér: God is gay!“

Við­burð­a­stjór­arn­ir höfð­u tek­ið með sér lít­inn skipt­i­klef­a sem þær hent­u upp og brúð­gum­arn­ir höfð­u þar fat­a­skipt­i, við hlið ólg­and­i nátt­úr­unn­ar.

Sum­ar­lið­i: „Rétt áður en at­höfn­in hófst brast eitt­hvað og lít­ið hraun­flóð seytl­að­i fram hjá okk­ur á með­an við vor­um gefn­ir sam­an.“

Stelp­urn­ar komu brúð­hjón­un­um á ó­vart með þess­ar­i dýr­ind­is brúð­ar­tert­u.
Mynd/Styrmir & Heiðdís Photography

Héld­u á­form­un­um leynd­um

Það var vin­ur þeirr­a Árni Grét­ar at­hafn­a­stjór­i hjá Sið­mennt sem gaf þá sam­an rétt eins og þeir höfð­u ætl­að að hafa það hefð­u þeir gift sig ann­ars stað­ar. Eins og fyrr seg­ir héld­u þeir á­form­un­um leynd­um fyr­ir öll­um enda erf­itt að velj­a úr ör­fá­a til að vera við­stadd­ir á með­an sam­kom­u­tak­mark­an­ir mið­uð­ust við tíu manns.

Jón Örvar: „Við send­um svo mömm­u og pabb­a mynd á með­an við töl­uð­um við þau dag­inn eft­ir og þau héld­u auð­vit­að að þett­a væri fót­ó­sjopp­að. Þeg­ar við svo sann­færð­um þau um að svo væri ekki komu gleð­i­tár og þau voru í skýj­un­um.“

Eins og fyrr seg­ir trú­lof­uð­u þeir Sum­ar­lið­i og Jón sig í Par­ís, það var árið 2017 og þeir höfð­u ver­ið sam­an í rúm tvö ár. Sam­band­ið átti sér lang­an að­drag­and­a enda höfð­u þeir vit­að hvor af öðr­um allt frá mennt­a­skól­a­ár­um svo segj­a má að þeir hafi ekki far­ið sér óðs­leg­a að nein­u þó að brúð­kaups­und­ir­bún­ing­ur­inn sjálf­ur hafi ver­ið ó­venj­u stutt­ur.

Það blés ekki byr­leg­a á leið­inn­i upp og var skyggn­i lít­ið sem ekk­ert allt þar til kom­ið var að at­höfn­inn­i sjálfr­i.
Mynd/Styrmir Kári & Heiðdís Photography

Viss­i það strax

Jón Örvar: „Við hitt­umst fyrst fyr­ir al­vör­u árið 2015 og ég viss­i það strax þeg­ar ég kynnt­ist hon­um að mig lang­að­i að gift­ast hon­um. Ég fann það strax að þett­a var mað­ur­inn minn. Við vor­um svo stadd­ir í Par­ís á þjóð­há­tíð­ar­deg­i Frakk­a, fyr­ir fram­an Eif­fel­turn­inn, þeg­ar ég fór á skelj­arn­ar fyr­ir fram­an mörg þús­und manns.“

Sum­ar­lið­i: „Þarn­a voru sam­kvæmt frétt­um 300 þús­und manns á þess­um tím­a­punkt­i en það er ár­leg­a hald­in hálf­tím­a flug­eld­a­sýn­ing í til­efn­i dags­ins. Það er spil­uð frönsk tón­list allt frá 19. öld og að nú­tím­an­um og flug­eld­arn­ir spring­a í takt við tón­list­in­a. Ég hélt utan um hann og við fylgd­umst með flug­eld­un­um en ég fann að hann var orð­inn svo stíf­ur af stress­i og sner­i sér svo við tár­vot­ur.

Jón Örvar:„Og spurð­i hann hvort hann vild­i gift­ast mér.“

Jón Örvar hafð­i beð­ið alla ferð­in­a eft­ir rétt­a augn­a­blik­in­u en með í för voru trú­lof­un­ar­hring­ar sem hann hafð­i keypt í New York ein­hverj­um mán­uð­um áður. Þeir sett­u sér það mark­mið að gift­a sig inn­an fimm ára en segj­a má að heims­far­ald­ur hafi bæði frest­að því og svo síð­ar ýtt á þá að láta verð­a af því.

Jón Örvar hafð­i starf­að sem flug­þjónn hjá Icel­and­a­ir í fjór­tán ár þeg­ar heims­far­ald­ur skall á og allt flug í heim­in­um lam­að­ist. Á­kvað hann þá að söðl­a um og fara að starf­a við það sem hann hafð­i mennt­að sig til; skurð­hjúkr­un. Sum­ar­lið­i er aft­ur á móti mennt­að­ur leik­ar­i og hafð­i starf­að að verk­efn­um tengd­um leik­list­inn­i og með­al ann­ars kennt kúrs í leik­list við Fjöl­braut­a­skól­ann í Ár­múl­a.

Jón Örvar:Eftir að hafa ver­ið sagt upp í flug­in­u fór ég að vinn­a á COVID-göng­u­deild en Sum­ar­lið­i var heim­a þeg­ar öll hans verk­efn­i féll­u nið­ur. Hann tók þá upp á því að fara að læra frönsk­u. Hann fann sig í því og skráð­i sig í frönsk­u í há­skól­an­um og er á leið til Par­ís­ar í haust í skipt­i­nám í eitt ár.

Ég var þá á­kveð­inn í að við mynd­um gift­a okk­ur áður en hann færi út. Mér fannst það betr­a að við vær­um gift­ir ef hann ætl­að­i að vera í burt­u svon­a leng­i. Því var plan­ið að fara bara til sýsl­u­manns og gang­a frá þess­u og hald­a svo upp á þett­a þeg­ar það væri aft­ur orð­ið hægt.“

Það plan breytt­ist ör­lít­ið eins og frægt er orð­ið þeg­ar þeir tóku til­boð­i vin­kvenn­a sinn­a um ó­venj­u­leg­a at­höfn við glæ­nýj­an eld­gíg. Heyr­a má á spjall­i við ný­bök­uð hjón­in að þeir eru sann­ar­leg­a sam­stíg­a þótt ó­lík­ir kar­akt­er­ar séu.

Sum­ar­lið­i: „Hann nær stund­um að hald­a mér niðr­i á jörð­inn­i sem ég þarf oft á að hald­a og ég næ stund­um að toga hann með mér upp.“

Jón Örvar: „Hann fær mig til að gera hlut­i sem ég mynd­i ann­ars aldr­ei gera. Sem dæmi vor­um við að labb­a heim af djamm­in­u einn ný­ársm­org­un­inn. Þeg­ar við geng­um yfir frosn­a Tjörn­in­a tók hann upp sím­ann sinn, fór að spil­a lag­ið Af­ri­ca með Toto og seg­ir: „För­um til Afrík­u á morg­un!“ Fyrst­u við­brögð mín voru að neit­a en hann gafst ekki upp og dag­inn eft­ir flug­um við til Cape Town.“