Sjóböðin leika stórt hlutvert í ferðaþónustu sem Skúli Mogensen byggir nú upp í Hvammsvík. Í Helgarviðtali sem birt verður í helgarblaði Fréttablaðsins segist Skúli ná jarðtengingu við uppbygginguna í Hvammsvík, eftir fall flugfélagsins WOW árið 2019.

Ferðaþjónustan verði ný upplifun fyrir erlenda ferðamenn – og íslenska. Sjóböðin leika þar hlutverk að sögn Skúla, en þau ætlar hann að opna á vormánuðum 2022. Þar verður 90 gráðu heitu vatninu í landinu blandað saman við ferskvatn ofan af fjalli, svo úr verður baðstaður í sjó fram.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Í viðtalinu viðurkennir Skúli að fall WOW megi rekja til þess að hann hafi persónulega farið of geyst: „Ég fór að máta félagið við sjálfan mig, frægðina, uppganginn og arðinn, frekar en að vera trúr upphaflegu lággjaldastefnunni eins og Ryanair og Wizzair hafa gert alla tíð.“

Í viðtalinu gerir Skúli upp sögu sína og félagsins. Hann ræðir um tapaða sjálfsmynd og erfiðleikana eftir að félagið fór í þrot árið 2019. „Ég var andlega og líkamlega gjaldþrota.“