Pakkaðu öllu í töskuna

„Pakkaðu öllu í töskuna í kvöld. Gerðu svona græjutékk, taktu allt til sem þú ætlar að klæðast og hafa með þér, því maður getur alltaf lent í að sofa yfir sig.“

Vertu með plan B varðandi föt

„Vertu með plan B varðandi föt. það er náttúrulega æsðsilegt veðuð nún og stundum platar veðrið mann daginn áður. Það gæti orðið kalt í fyrramálið og þá er gott að vera með vettlinga og hárband með sér svo maður sé fljótari að hitna.“

Gerðu upphitun

„Gott er að gera upphitun í 10-15 mínútur. Það fer eftir hverju þú ert vanur. Ef þú ert byrjandi er 10 mínútna skokk alveg nóg. Teygjur eru góðar og þeir sem kunna hreyfiteygjur gera þær.“

Drekktu á leiðinni

„Þeir sem eru að hlaupa 10 km á um klukkutíma ættu að fá sér að drekka á leiðinni. Það þarf ekki að vera mikið en það hjálpar til. Þú ættir ekki að þurfa kolvetnadrykk á leiðinni og það getur farið illa í magann hjá sumum.

Fyrir þá sem eru að hlaupa heilt og hálf maraþon segir Fríða: „Ef þú ert ekki búinn að æfa vatnsinntökuna er best að labba rösklega í gegnum drykkjarstöðina, annars sullast þetta bara yfir þig og þá eru minni líkur á að þér svelgist á.“

Fríða ráðleggur þeim sem hafa enga lyst á írþróttadrykk að setja hann samt í munninn, hafa hann þar og spýta svo út úr sér. „Það er betra en að sleppa því alveg.“

Borðaðu minnst tveimur tímum fyrir hlaup

„Ekki borða seinna en tveimur tímum fyrir og vaknaðu helst þremur tímum fyrir hlaup. Forðastu algjörlega kolsýrt vatn og borðaðu í rólegheitum. Það er mjög mikilvægt. Borðaðu eitthvað sem þú ert vanur að borða.“

Farðu skynsamlega af stað

„Ekki fara of hratt af stað. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem finnst þeir ekki vera alveg nógu undirbúnir eða eru búnir að glíma við einhver meiðsli. Þetta er löng vegalengd og þú hefur nægan tíma til að bæta það upp í lokin. Ef þú ferð of hratt af stað þá geturðu lent í því að fá mjólkursýru í lærin eða hlaupasting og þá getur verið erfitt að bæta fyrir það.“

Vertu með jákvætt hugarfar


„Hugurinn skiptir máli. Farðu inn í þetta með eins jákvæðu hugarfari og þú getur. Það eru langflestir kvíðnir því okkur langar öll að standa okkur vel. Það er geggjuð stemning að taka þátt í þessu og það flytur mann alveg áfram. Mundu að við erum að þessu því okkur finnst þetta gaman.“