Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu sinnti sjö sjúkra­flutningum í nótt í tengslum við CO­VID-19. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is um málið.

Í sam­tali við mbl.is segir varð­stjóri þetta vera ó­venju mikið fyrir nætur­vakt en sam­kvæmt upp­lýsingum frá slökkvi­liðinu voru sjö ein­staklingar fluttir sjúkra­hús í tengslum við kórónu­veiruna, flestir vegna gruns um smit.