Sjö sóttu um tvö embætti héraðsdómara, með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness og Héraðsdóm Reykjavíkur, sem dómsmálaráðuneytið auglýsti nýlega laus.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins en skipað verður í embættin frá 1. október næstkomandi.

Tvær konur sóttu um embættin tvö og fimm karlar, þetta eru þau;

  • Karl Gauti Hjaltason lögfræðingur.
  • Karl Óttar Pétursson lögmaður.
  • Sigurður Jónsson lögmaður.
  • Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara.
  • Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri óbyggðanefndar.
  • Þórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaður.
  • Þuríður Árnadóttir lögfræðingur.