Sjö smit greindust á landinu í gær, öll í skimun við landa­­mærin sam­­kvæmt upp­­­lýsingum á co­vid.is. Er það metfjöldi smita frá því að landamæri voru opnuð að nýju þann 15. júní síðastliðinn.

Eitt smitanna reyndist virkt. Fjögur þeirra reyndust gömul en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar tveggja þeirra.

Alls eru nú sextán virk smit á landinu og eru 267 einstaklingar í sótt­kví. Smit­in þrjú sem greind­ust við landa­mær­in í gær reynd­ust öll óvirk.

1.319 sýni voru tekin við landa­­mærin í gær, 58 hjá Ís­­lenskri erfða­­greiningu og 127 hjá sýkla- og veiru­­fræði­­deild Land­­spítala.

Alls hafa nú 63 smit greinst frá því að skimun hófst við landa­­mærin þann 15. júní. 11 innanlands og 52 er­­lend.

Inni í þessum tölum eru þó einnig gömul smit sem greinst hafa við landa­­mæra­skimun.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar í dag klukkan 14:00. Farið verður yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi.