Alls greindust sjö manns með veiruna innanlands í gær en af þeim voru aðeins tveir í sóttkví við greiningu. Alls eru nú 176 í einangrun með virkt smit hér á landi.

Í sóttkví er núna 291 einstaklingur en um er að ræða fjölgun milli daga. Rúmlega 700 sýni voru tekin til greiningar í gær.

Á spítala eru nú 45 inniliggjandi og fjölgar þeim um tvo á milli daga. Tveir eru nú á gjörgæslu með COVID-19.

Á landamærunum greindust tveir með veiruna en af þeim var einn með mótefni. Hinn greindist með veiruna við seinni skimun. Í skimunarsóttkví eru nú 878 manns en 157 sýni voru tekin til greiningar í gær.

Fréttin hefur verið uppfærð.