Sjö starfs­menn Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu eru komnir í ein­angrun eftir að CO­VID-19 smit greindust hjá em­bættinu. Þá eru tíu til við­bótar í sótt­kví.

Í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu segir að til að fyllsta öryggis verði gætt sé ráð­gert að tvö hundruð starfs­menn Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu fari í skimun og stendur sú vinna yfir.

„Þrátt fyrir ofan­greint gengur starf­semi em­bættisins fyrir sig með eðli­legum hætti og hefur ekki á­hrif á þau út­köll sem lög­reglan þarf að sinna. Sú staða sem er uppi minnir okkur hins vegar á að CO­VID-19 er hvergi nærri lokið og því mikil­vægt að fara var­lega og huga að sótt­vörnum í hví­vetna.“