Sóttvarnalækni hafa borist kröfur frá sjö einstaklinglingum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnatún og vilja láta reyna á lögmæti vistun gegn vilja þeirra á sóttkvíarhóteli. Þeir telja telja brotið á sér vegna frelsissviptingar á hótelinu.

Fyrirtaka er í málum þeirra hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur núna klukkan þrjú. Gera má ráð fyrir að skorið verði úr um lögmæti vistunarinnar strax í dag.

Edda Andradóttir lögmaður hjá Juris sækir málið fyrir hönd Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis. Þórólfur segir aðgerðirnar vissulega strangar en þó nauðsynlegar til að halda faraldrinum í skefjum nú þegar breska afbrigðið, sem er talsvert meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar, er á dreifingu um samfélagið.

Málið fær flýtimeðferð og verður tekið fyrir í héraðsdómi klukkan 15 í dag, en ekki milli 13 og 14 eins og áður var haldið.

„Þetta eru sjö einstaklingar,“ segir Edda, aðspurð um hversu margir láti reyna á sóttvarnarreglur.

„Þetta verður tekið fyrir í dag og gert er ráð fyrir, ef dómari telur að málið nægilega upplýst, að það verði úrskurðað í dag.“

Það er Lárentsínus Kristjánsson dómari sem fer með málið.

Edda Andradóttir, lögmaður á lögmannsstofunni Juris.
Mynd: Juris