Bílarnir sem eru í úrslitum að þessu sinni eru Citroen C4, Cupra Formentor, Fiat 500, Land Rover Defender, Skoda Octavia, Toyota Yaris og Volkswagen ID.3. Vegna COVID-19 faraldursins voru færri bílar í valinu að þessu sinni og komust aðeins 29 bílar á upphaflega forvalið, en þar er fjöldinn venjulega um 40 bílar. Ísland tekur ekki þátt í valinu en dómnefnd bílablaðamanna á Íslandi velur Bíl ársins á Íslandi ár hvert. Fer valið fram í vor en valinu í fyrra var frestað vegna COVID-19 faraldursins.