Sjö eru í haldi lög­reglunnar í París vegna hnífa­á­rásarinnar skammt frá fyrr­verandi höfuð­stöðvum tíma­ritsins Charli­e Hebdo í gær. Tveir særðust þegar 18 ára karl­maður vopnaður kjötexi réðst á veg­far­endur.

Maðurinn, sem er af pakistönsku bergi brotinn, var hand­samaður af lög­reglu en að sögn BBC hafa sex til við­bótar verið hand­teknir. Lög­regla telur að um skipu­lagða árás hafi verið að ræða og rann­sakar málið sem hryðju­verk.

Réttar­höld yfir fjór­tán ein­stak­lingum, sem grunaðir eru um að hafa að­stoðað tvo menn í á­rásunum á skrif­stofur Charli­e Hebdo árið 2015, standa nú yfir í París. Tólf starfs­menn tíma­ritsins létust í á­rásunum.

Á­rásin var framin fyrir utan gömlu höfuð­stöðvar tíma­ritsins en þar er nú fyrir­tæki sem fram­leiðir sjón­varps­efni með höfuð­stöðvar sínar. Ein­staklingarnir tveir sem særðust í gær eru starfs­menn þess fyrir­tækis. Ekki er talið að tví­menningarnir séu í lífs­hættu.