Sjö manns hafa nú fundist látnir undir jarðfallinu í norska bænum Ask. Gríðarstórar skriður féllu í bænum aðfaranótt miðvikudags en björgunarfólk hefur leita að eftirlifandi fólki síðan.
Bjørn Christian Willersrud, verkefnastjóri björgunarsveitarinnar á svæðinu segir í samtali við NRK að lík manneskjunar hafi fundist klukkan um hálf sex að staðartíma í kvöld. Líkið fannst í nokkurri fjarlægð frá skriðusvæðinu, segir Willersrud. Þriggja er enn saknað en þrír hafa fundist látnir í dag.
Lögreglan í Gjerdum segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að björgunaraðgerðir muni halda áfram fram á kvöld og nótt. Lögreglan telur enn líklegt að hún muni finna fólk á lífi í rústunum en aðstæður á svæðinu er afar krefjandi.
Alls hafa nú sjö fundist látnir eftir jarðfallið. Greint hefur verið frá nafni eins þeirra, Eiriks Grønolen, þrjátíu og eins árs gamals karlmanns, sem fannst fyrstur látinn á nýársdag.
Greint hefur verið frá nafni eins þeirra, Eiriks Grønolen, þrjátíu og eins árs gamals karlmanns, sem fannst fyrstur látinn á nýársdag. Í gær var greint frá nafni þeirra sem enn var saknað, sú yngsta á listanum er tveggja ára stúlka, Alma Grymyr Jansen. Foreldra hennar er líka saknað. Eitt annað barn er á meðal þeirra sem er saknað, hin þrettán ára Victoria Emilie. Ekki hefur komið fram að svo stöddu hverjir fundist látnir í dag .
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning heimsóttu bæinn Ask í dag en íbúar í bænum er í sárum eftir atburðinn og margir hafa misst allt sitt í hamförunum.