Sjö einstaklingar greindust með COVID-19 innanlands síðastliðinn sólarhring og voru öll í sóttkví við greiningu.

Fleiri hafa bæst í sóttkví frá því í gær og eru það nú alls 347 einstaklingar. Nokkrir hafa losnað úr einangrun, í gær voru 178 í einangrun en í dag eru þau 163.

Líkt og áður eru 33 sjúklingar inniliggjandi á Landspítala vegna sjúkdómsins og áfram eru þrír sjúklingar á gjörgæsludeild og eru þeir allir í öndunarvél.