BÍBB ákvað að sleppa því að flokka bílana nú vegna þess að innflutningur á bílum til Íslands er orðinn mjög einsleitur og erfitt að finna bíla í marga flokka. Sést það vel á því að bílarnir í úrslitum núna eru allir 100% rafbílar og flestir í sama stærðarflokki. Tilkynnt verður um hvaða bíll hlýtur titilinn Bíll ársins á Íslandi 2022 seinna í þessum mánuði.
Frá valinu 2015 en keppt er um verðlaunagripinn Stálstýrið.
Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið þá sjö bíla sem komnir eru í úrslit í valinu á Bíl ársins á Íslandi 2022. Eru það bílarnir Aiways U5, Ford Mustang Mach-E, Hyundai Ioniq 5, Kia EV6, Mercedes-Benz EQS, Polestar 2 og Volkswagen ID.5 sem keppa til úrslita að þessu sinni.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir