Sjö ára ís­lensk stelpa var meðal nem­enda sem fundu í vikunni byssu í runna við grunn­skóla í Huddin­ge, sem er út­hverfi í suður­hluta Sví­þjóðar. Móðir stelpunnar, sem ekki vill láta nafn síns getið, segir að fjórir eða fimm aðrir nem­endur hafi verið í hópnum þegar byssan fannst.

„Við erum bara rosa hissa að það var ekki hringt í okkur. Það var ekki eins og þau höfðu fundið ein­hverja skóflu eða eitt­hvað,“ segir móðir stelpunnar í sam­tali við Frétta­blaðið en for­eldrarnir fréttu af málinu frá eldri systur stúlkunnar sem einnig er nemandi í skólanum.

Að sögn móðurinnar fengu foreldrarnir póst á miðvikudaginn. „Skólastjórinn hafði samband við okkur seinnipartinn og sagði okkur hvað hafði gerst og að hún ætlaði að tala við krakkana aftur um atvikið.“.

Skiluðu byssunni til kennara

Móðir stelpunnar segir að byssan hafi lík­legast ekki verið hlaðin en for­eldrar nemanda við skólann hafa ekki fengið miklar upp­lýsingar um at­vikið. „Þeir sögðu það en við vitum það náttúru­lega ekki,“ segir móðirin en hún segir að stelpan hafi ekki snert byssuna sjálf.

Sam­kvæmt frétt á sænska miðlinum Expres­sen átti at­vikið sér stað um há­degis­bilið og lög­regla kölluð til eftir að nem­endurnir skiluðu byssunni til kennara. Að sögn full­trúa lög­reglunnar í Stokk­hólmi er enn sem komið er ekki vitað hvaðan byssan kom en um er að ræða brot á vopna­lögum. Ekki kemur fram um hvernig byssu var að ræða.

Móðir stelpunnar segir að at­vikið hafi ekki haft mikil á­hrif á stelpuna þrátt fyrir að það gæti vel verið ó­hugnan­legt fyrir barn. Að sögn móðurinnar fannst stelpunni aðal­lega spennandi að hún hafi talað við al­vöru lög­reglu­mann, en stóra systir hennar var aftur á móti miður sín.