Tveir karl­menn voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðs­dómi Reykja­víkur fyrir til­raun til að smygla fjöru­tíu kílóum af am­feta­míni og fimm kílóum af kókaíni í sér­hönnuðu hólfi í fólks­bíl sínum, í ágúst á seinasta ári.

Um er að ræða eitt stærsta fíkni­efna­mál sem komið hefur á borð lög­reglu hér á landi. Um var að ræða mörg hundruð þúsund sölu­skammta. Bíll mannanna tveggja, Mini Cooper var gerður upp­tækur vegna málsins.

Farið var fram á tíu ára fangelsi yfir karlmönnunum, Þjóðverja og Rúmena. Verjendur kröfðust sýknu. Þorgils Þorgilsson, verjandi annars þeirra, sagði eftir kvaðningu dómsins að sér þætti dómurinn þungur. Mikill raki hafi verið í efnunum við fyrstu þyngarmælingu, þau hafi einungis vegið um tólf kíló.

Annar sak­borninganna mætti fyrir héraðs­dóm í dag. Mennirnir hafa setið í gæslu­varð­haldi frá því í ágúst. Lög­maður annars mannanna fékk 4,5 milljónir í máls­varnar­laun auk annars kostnaðar.

Þá var öðrum manninum gert að greiða 2,8 milljónir í sakar­kostnað en hinum 6,4 milljónir og 3,1 milljón í annan sakar­kostnað.