Lands­réttur hefur þyngt dóm yfir karl­manni á fer­tugs­aldri úr fimm ára fangelsi í sjö ár fyrir nauðgun og stór­fellt brot í nánu sam­bandi. Einnig var maðurinn dæmdur til að greiða brota­þola, fyrr­verandi sam­býlis­konu sinni, fjórar milljónir í miska­bætur.

Á­rásin sem hann var dæmdur fyrir nú átti sér stað á einum degi í septem­ber í fyrra. Fá for­dæmi eru fyrir svo löngum fangelsis­dómi fyrir nauðgun en um sér­lega hrotta­lega at­lögu var að ræða sam­kvæmt lýsingu í á­kæru.

Í á­kæru var manninum gefið að sök að hafa „þvingað brota­þola í­trekað yfir daginn til sam­ræðis, enda­þarms­maka og munn­maka með því að beita hana of­beldi og ó­lög­mætri nauðung, tekið hana háls­taki í tví­gang og þrengt að öndunar­vegi hennar svo að hún missti með­vitund, rifið í hár hennar og klipið hana, og ekki hætt þótt brota­þoli grát­bæði hann um það,“ eins og þar segir.

Var á­kærði sak­felldur fyrir þetta of­beldi gegn brota­þola en meðal á­verka á konunni var mar á aftan­verðum hægri fram­hand­legg, aftan­verðu hægra læri, vinstra við­beini og framan­verðum vinstri sköflungi, mar­blettir hægra megin á hálsi, eymsli í hár­sverði, herðum, brjóst­kassa og hryggjar­súlu niður á rófu­bein og mar og húðrifur í og við enda­þarm.

Í dómi Lands­réttar kemur fram að á­rásin hafi verið „sér­lega gróf og ó­fyrir­leitin og að maðurinn ætti sér engar máls­bætur“.

Taldi fimm ára fangelsi of væga refsingu

Maðurinn var dæmdur af Héraðs­dómi Norður­lands eystra í maí í fyrra, en Ríkis­sak­sóknari þótti fimm ára fangelsi of væg refsing og á­frýjaði dómnum í júní 2021. Þar var farið fram á að refsingin yrði þyngd í sjö ár.

Fór hann fram á ó­merkingu á dómnum á þeim grund­velli að dómari í málinu hafi verið van­hæfur þar sem hann hafi áður sem sjálf­stæður lög­maður gætt hags­muna á­kærða í um­gengnis­máli. Var þeim kröfum hafnað þar sem ekki var talið að hægt væri að draga ó­hlut­drægni héraðs­dómara í efa.

Hann dró ekki í efa að brota­þoli hefði hlotið um­rædda á­verka við sam­ræði þeirra á milli en neitaði því að hafa þvingað hana. Þetta hafi allt verið með hennar sam­þykki. Fram­burðurinn þótti einkar ó­trú­verðugur.

Maðurinn greiðir allan á­frýjunar­kostnað málsins sem nemur 1.883.807 krónum, auk miska­bóta og sakar­kostnað sem var stað­festur af Lands­rétti.