Karl­maður var í dag dæmdur í Héraðs­dómi Reykja­víkur til sjö ára fangelsis fyrir í­trekað kyn­ferðis­legt og líkam­legt of­beldi gegn ein­hverfum syni sínum á um sjö ára tíma­bili.

Of­beldi mannsins gegn drengnum átti sér yfir­leitt stað á svo­kölluðum „pabba­helgum“. Drengurinn var 4 til 11 ára gamall þegar of­beldið átti sér stað. Maðurinn beitti hann ýmissi nauðung þegar hann braut á honum og hótaði honum, meðal annars, með hníf og byssu.

Maðurinn var kærður fyrir að hafa í fjölda skipta káfað á kyn­færum drengsins og látið hann sömu­leiðis káfa á kyn­færum sínum. Fyrir að hafa nauðgað honum í enda­þarm til hann hafði sáð­lát og fyrir að hafa sýnt drengnum klám­fengið mynd­efni í tölvu, en mynd­efnið sýndi ýmist full­orðna ein­stak­linga eða barna­níðs­efni, þar sem börn sem voru beitt kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu full­orðinna karl­manna.

Drengurinn hætti um­gengni við manninn árið 2003 og hefur ekki um­gengist hann síðan. Drengurinn kærði föður sinn eftir að hafa leitað sér að­stoða í Bjarkar­hlíð árið 2017. Hann greinir þó frá því að hann hafi sagt ömmu­systur sinni frá of­beldi um þremur árum áður en hann leitaði sér að­stoðar. Hann hafi ekki treyst sér til að leggja fram kæru á þeim tíma.

Of­beldið hefur haft víð­tæk á­hrif á drenginn. Hann er, meðal annars, hræddur við að nota hnífa, líður illa í lokuðu rými, sé með inni­lokunar­kennd og hræddur við að fara í bað­kar.

Leitaði til læknis vegna verkja í endaþarmi

Ýmis gögn voru lögð fram fyrir dómi, svo sem læknis­vott­orð frá þeim árum sem brotin áttu sér stað vegna upp­kasta og verkja í kviðar­holi á tveggja vikna fresti. Skráð er á vott­orð að móður drengnum finnist lík­legt að það tengist pabba­helgunum. Þá leitaði drengurinn einnig til læknis vegna verkja í enda­þarmi því hann var með hægða­tregðu öðru hverju.

Þá var drengnum vísað til sál­fræðings vegna mikils kvíða sem hann lýsti áður en hann átti að fara til föður síns hverja helgi. Fyrir dóm komu ýmsir sérfræðingar sem þekktu til drengsins á þeim tíma sem ofbeldið átti sér stað og mörg greindu frá breyttri hegðun hans eftir að hann hætti umgengni við föður sinn.

Fram kemur fyrir dómi að fram­burður drengsins hafi bæði verið þar og hjá lög­reglu verið svipaður. Hann hafi verið ein­lægur og trú­verðugur í frá­sögn sinni. Maðurinn, sem neitaði sök fyrir dómi, er sagður ó­trú­verðugur. Þá er einnig vísað til bréfa­skrifta sem maðurinn átti við móður drengsins þegar þau áttu í for­sjár­deilu þar sem hann laug til um of­beldi stjúp­föður drengsins.

Segir að lokum að sakaferill hans hafi ekki áhrif á ákvörðun refsingar, brotin séu alvarleg og hafi beinst að mikilverðum hagsmunum. Hann hafi beitti barnungan son sinn kynferðislegu ofbeldi árum sama, í skjóli trúnaðartrausts sem ríkti á milli ákærða og brotaþola.

Hann eigi sér engar málsbætur og var því hæfileg refsing ákveðin sjö ár. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða syni sínum þrjár milljónir í miskabætur.

Dóm héraðsdóms er hægt að kynna sér hér í heild sinni.