Lands­réttur dæmdi í dag karl­mann bú­settan hér á landi í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sam­bandi gegn fyrr­verandi sam­býlis­konu sinni. Hann hafði áður verið dæmdur til sex ára fangelsis af Héraðs­dómi Reykja­víkur og féll sá dómur 5. febrúar.

Þau höfðu átt í sam­bandi frá vorinu 2019 og bjó maðurinn hjá konunni um tíma. Brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir áttu sér stað frá 1. til 2. janúar 2020. Hann var dæmdur til nálgunar­banns 5. mars 2020 sem gilti í sex mánuði sem hann braut gegn 9. júní sama ár.

Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða sam­býlis­konunni fyrr­verandi fjórar milljóni króna í miska­bætur, tvö­falt meira en hann var dæmdur til að greiða í héraði. Hann var einnig sak­felldur fyrir um­ferðar­laga­brot og sviptur öku­réttindum í fjóra mánuði.

Kastaði þvagi yfir konuna

Hann var dæmdur fyrir að hafa meðal annars sett fingur í leg­göng konunnar og reynt að hafa við hana sam­ræði gegn hennar vilja, auk þess fyrir að slá og sparka í konuna, grípa í hana og draga á hárinu. Hann meinaði henni einnig út­göngu af heimili hennar og kastaði yfir hana þvagi.

Brot mannsins voru fjöl­mörg, hann sagði hana ó­geðs­lega, þrengdi að öndunar­vegi hennar, potaði í augu hennar og hótaði henni líf­láti. Hann braut einnig nálgunar­bann í­trekað en það hafði hann fengið fyrir á­reiti og ógnandi hegðun í hennar garð.

„ Brot á­kærða voru sér­stak­lega ó­fyrir­leitin og at­lögur á­kærða lang­vinnar. Á­kærði á sér engar máls­bætur“, segir í dómi Lands­réttar. Til frá­dráttar refsingar kom gæslu­varð­halds­vist hans.