Sjö ára barn er meðal þeirra sem slösuðust al­var­lega í á­rekstri tveggja bif­reiða á Hnífs­dals­vegi, milli Hnífs­dals og Ísa­fjarðar, laust fyrir klukkan átta í gær­kvöldi. Barnið, á­samt tveimur öðrum, var flutt með sjúkra­flugi til Reykja­víkur til að­hlynningar. Mbl.is greinir frá.

Þetta stað­festir Hlynur Snorra­son, yfir­lög­reglu­þjónn á Vest­fjörðum.

Á áttunda tug manna komu að að­­gerðunum í heildina í gær, þar af fimm­tíu á vett­vangi og við vett­vang. Hlynur segist þó ekki geta tjáð sig nánar um til­drög slyssins að svo stöddu. Málið sé í rann­­sókn.

„Það er snjó­laust hérna, en í gær og í dag er ísing á vegi. Þannig að hann er að­eins hálli. En hvort það sé sam­verkandi þáttur verður bara að koma í ljós,“ segir Hlynur.

Rýnifundur er á dag­skrá klukkan þrjú í dag fyrir alla þá sem komu að að­gerðunum í Hnífs­dal.