Til­kynningum til Lyfja­stofnunar vegna auka­verkana af völdum bólu­efnis hefur fjölgað frá því í desember að sögn Rúnu Hauks­dóttur Hvann­berg. Í heildina hefur borist 61 til­kynning um auka­verkanir og sjö til­kynningar um and­lát.

Ein­staklingarnir sem létust voru aldraðir og glímdu við undir­liggjandi sjúk­dóma. Aðspurð sagði Rúna að það væri ekki í verkahring Lyfjastofnunar að ákveða hvaða hópar hlytu bólusetningu eða hvort einhverjir ættu að heyra undantekningum.

Stofnunin gefi ekki upp nein sérstök tímamörk á því hversu langur tími þarf að líða frá bólusetningu. „Það er tölu­verður mis­munur á tíma­lengd milli bólu­setningu og and­láts,“ segir Rúna.

Enn þykir ekki sannað að ein­staklingarnir sem um ræðir hafi veikst eða látist í tengslum við bólu­setninguna. Land­læknir, sótt­varna­læknir og for­stjóri Lyfja­stofnunar á­kváðu þó í byrjun árs að rann­saka fimm til­vik, þar af fjögur and­lát í tengslum við bólu­setningar.

„Okkur fannst mikil­vægt að rann­saka þetta, þar sem þetta er einnig að eiga sér stað í löndunum í kringum okkur.“ Rúna segir niður­stöður rann­sóknarinnar vera væntan­legar á næstu dögum.

Til­gangur rann­sóknarinnar er að meta hvort lík­legt sé að al­var­legu at­vikin sem um ræðir tengist bólu­setningunni eða hvort þau tengist undir­liggjandi sjúk­dómum. Em­bætti land­læknis segir ekkert benda til þess að beint or­saka­sam­hengi sé þarna á milli eins og sakir standa.