Bólu­setning er hafin hjá 82.499 ein­stak­lingum á Ís­landi og þá hafa 144.775 fengið að minnsta kosti einn skammt. Búið er að full­bólu­setja 62.276 ein­staklingar sem er 21,1% lands­manna 16 ára og eldri.

Nánast allir sem eru 80 ára og eldri hafa verið full­bólu­settir og er bólu­setning hafin eða loki hjá 96% þeirra sem eru á átt­ræðis­aldri.

Í aldurs­hópnum 60-69 ára er bólu­setning hafin eða lokið hjá 90%. Þá er um 70% þeirra sem eru 50-59 ára eru búnir að fá bólu­setning. Í aldurs­hópnum 40-49 ára eru þetta tæp 39%.

Lyfja­stofnun hefur fengið um þúsund til­kynningar um auka­verkanir eftir bólu­setningar, lang­flestar minni­háttar.