Þung staða er nú á gjör­gæslu­deildum Land­spítalans, bæði vegna fjölda CO­VID-19 veikra og annarra sem þurfa gjör­gæslu­með­ferð. 30 sjúk­lingar liggja nú inni á spítalanum með kórónu­veiruna, þar af 23 á bráða­legu­deildum spítalans. Af þeim eru 17 full­bólu­settir en 6 óbólu­settir.

Þetta kemur fram í stöðu­skýrslu far­sótta­nefndar og við­bragðs­stjórnar Land­spítalans sem birtur var á vef spítalans í dag. Land­spítalinn er nú á hættu­stigi sem er annað af þremur við­bragðs­stigum hans.

Sjö sjúk­lingar eru á gjör­gæslu með CO­VID-19 og eru fjórir þeirra bólu­settir. Fjórir eru í öndunar­vél, en meðal­aldur inn­lagðra er 65 ár. Alls hafa 73 sjúk­lingar lagst inn á Land­spítala með CO­VID í fjórðu bylgju far­aldursins, þar af er um þriðjungur er óbólu­settur. Ellefu hafa þurft gjör­gæslu­stuðning og eru sex þeirra full­bólu­settir.

Í skýrslunni kemur fram að CO­VID-göngu­deildin fylgist með 1.294 ein­stak­lingum, þar af 246 börnum, og fjölgar þeim lítil­lega milli daga. Þrír eru á rauðu og 57 ein­staklingar flokkast gulir og þurfa nánara eftir­lit.

Staðan á gjör­gæslu­deildum er sem fyrr sem segir þung, bæði vegna fjölda þeirra sem eru með CO­VID-19 en einnig vegna annarra sem þurfa gjör­gæslu­með­ferð. Er lögð mikil á­hersla á að auka mönnun, einkum lækna og hjúkrunar­fræðinga, og eru þeir sem telja sig geta lagt hönd á plóg hvattir til að hafa sam­band við stjórn­endur þessara eininga.