Plasthlutir tengdir sjávarútvegi eru algengasta ruslið sem finnst við kerfisbundna vöktun stranda á Íslandi á vegum Umhverfisstofnunar, að því er fram kemur á vef hennar. Stofnunin fylgist nú sérstaklega með sjö ströndum við landið til að skrá niður magn og samsetningu þess rusls sem berst frá hafinu í kringum landið, en allt er það tínt og f lokkað samkvæmt staðlaðri aðferðafræði – og fjarlægt af staðnum.

Nýjasta vöktunarstöðin sem bættist við í sumar er Ýsuhvammur í Reyðarfirði, en fjörurnar sem fyrir voru eru í Surtsey, Bakkavík á Seltjarnarnesi, Búðavík á Snæfellsnesi, Rauðasandur, Rekavík bak Höfn á Hornströndum og Víkur á Skagaströnd.

Þessi skipulagða vöktun Umhverfisstofnunar hófst 2016 og hefur það vakið sérstaka athygli starfsmanna hennar á þessum tíma hversu mikið magn berst frá veiðiskipum við landið, þar af allra handa veiðarfæri, net og flotholt – og nú í ár fannst óvanalega mikið af sjóklæðum á Seltjarnarnesi.

Með vöktuninni uppfyllir Ísland hluta af aðgerðaráætlun OSPAR um að draga úr skaðsemi úrgangs í hafi og á ströndum