Tíðni sjálfsvíga hjá börnum og ungmennum í Japan hefur ekki verið hærri í þrjátíu ár en tölurnar, sem menntamálaráðuneyti landsins birti nýverið, valda yfirvöldum þar í landi áhyggjum. BBC greinir frá.

Stór hluti barnanna sem um ræðir skildi eftir einhvers konar bréf eða skilaboð þar sem þau lýstu því að þau hafi orðið fyrir einelti og stríðni en einnig voru einhverjir sem sögðust kvíða því hvað framtíðin bæri í skauti sér.

Sjálfsvígstíðni hefur þó heilt yfir lækkað í Japan á undanförnum árum. Þannig voru 21 þúsund skráð tilvik árið 2017 samanborið við 34.500 árið 2003. Þrátt fyrir það hefur tíðnin ekki lækkað hjá ungu fólki og segja yfirvöld að ráðast þurfi á rót vandans.