Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23,6% fylgi ef kosið yrði til Alþingis nú. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Flokkurinn er með tíu prósentustiga forskot á næstu flokka; Samfylkinguna og Pírata. 

Píratar og Miðflokkurinn bæta vel við sig frá síðustu könnun, að því er virðist á kostnað Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,4 prósent og mældist 11,1 prósent í síðustu könnun.

Könnunin var gerð 11. til 14. mars en heildarfjöldi svarenda var 1.025 einstaklingar, 18 ára og eldri. Í niðurstöðunum kemur fram að stuðningur við ríksisstjórnina mælist 41,8%. Það er einu prósentustigi minna en síðast.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23,6% stuðning ef kosið yrði nú, Samfylkingin 13,8%, Píratar 13,6% Framsóknarflokkurinn 11,1%, Viðreisn 9,4%, Miðflokkurinn 8,0%, Flokkur fólksins 4,7% og Sósíalistaflokkrinn 2,5%. Fylgi annarra flokka mælist samanlagt 1,9%.