Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur heimilað byggingu fjögurra til sex hæða fjölbýlishúss á Háaleitisbraut 1. Er leyfið veitt til lóðarhafans sem er Sjálfstæðisflokkurinn.

Um verður að ræða steinsteypt hús, klætt málmklæðningu, með alls 47 íbúðum. Atvinnurými verður í hluta jarðhæðar og húsinu fylgir bílakjallari.

Eins og kunnugt er eru höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, á Háaleitisbraut 1.