Niður­stöður úr könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka og stuðning við ríkis­stjórn hefur nú verið birt en könnunin var fram­kvæmd 21. – 25. októ­ber 2019. Sjálf­stæðis­flokkurinn, Sam­fylkingin og Flokkur fólksins bæta öll við sig fylgi frá síðustu mælingum en þær fóru fram í fyrri hluta októ­ber.

Sjálf­stæðis­flokkurinn mældist með mest fylgi stjórn­mála­flokka á Al­þingi í könnuninni eða 21,1 prósent. Sam­fylkingin fylgir næst á eftir með 15,3 prósent en fylgi beggja flokkana hefur aukist um rúm­lega prósentu­stig frá síðustu mælingum. Fylgi Flokks fólksins eykst mest milli mælinga, eða um rúm tvö prósentu­stig, og mældist nú með átta prósent fylgi.

Fylgi flokkanna eftir síðustu mælingar og kosningarnar 2017.
Mynd/MMR

Miðflokkurinn missir fylgi

Fylgi Mið­flokksins missir mest fylgi milli mánaða, eða um rúm­lega eitt prósentu­stig, og er nú með minna fylgi en Samfylkingin en er þó enn meðal þriggja stærstu flokkana. Þá minnkar fylgi Við­reisnar um eitt prósentu­stig á meðan fylgi Vinstri grænna og Sósíal­ista­flokks Ís­lands minnkar um í kringum hálft prósentu­stig.

Fylgi Pírata og Fram­sóknar­flokksins breytist lítið milli mælinga eða um 0,1 prósent og fylgi annara flokka mældist 0,9 prósent saman­lagt. Stuðningur við ríkis­stjórnina mældist nú 42,2 prósent og fór upp um 0,2 prósent frá síðustu mælingum.