Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi stjórnamálaflokka á Alþingi, samkvæmt nýjustu könnun MMR. Hann mælist nú með 20,3 prósent fylgi sem er nær óbreytt frá síðustu mælingu sem gerð var í desember, þegar flokkurinn var með 20 prósent fylgi.

Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna en þær eru mestar hjá Miðflokki og Samfylkingu. Samfylkingin mælist nú með 16,8 prósent en var með 14,4 prósent í síðustu könnun og Miðflokkurinn mældist með 12,9 prósent en var með 14,3 prósent í desember. Samfylkingin er þar af leiðandi áfram annar stærsti flokkur landsins, en flokkarnir tveir hafa barist um það sæti undanfarna mánuði. Miðflokkurinn var næst stærstur í október síðastliðnum.

Stuðningur við ríkis­stjórnina mældist 41,2 prósent saman­borið við 39,0 prósent í síðustu könnun.

Heildarniðurstaða könnunnar MMR

 • Fylgi Sjálf­stæðis­flokksins mældist nú 20,3% og mældist 20,0%
  í síðustu könnun.
 • Fylgi Sam­fylkingarinnar mældist nú 16,8% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
 • Fylgi Mið­flokksins mældist nú 12,9% og mældist 14,3% í síðustu könnun.
 • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,1% og mældist 10,3% í síðustu könnun.
 • Fylgi Pírata mældist nú 11,0% og mældist 11,8% í síðustu könnun.
 • Fylgi Við­reisnar mældist nú 10,5% og mældist 10,5% í síðustu könnun.
 • Fylgi Fram­sóknar­flokksins mældist nú 8,2% og mældist 8,3% í síðustu könnun.
 • Fylgi Sósíal­ista­flokks Ís­lands mældist nú 4,1% og mældist 5,2% í síðustu
  könnun.
 • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,5% og mældist 4,0% í síðustu könnun.
 • Stuðningur við aðra mældist 1,5% saman­lagt.

MMR fram­kvæmdi könnunina 3. til 13. janúar og var heildar­fjöldi þeirra sem tóku þátt rúm­lega tvö þúsund.

Niðurstöður könnunarinnar.
Mynd/Skjáskot