Sam­kvæmt nýj­um Þjóð­ar­púls­i Gall­up eykst fylg­i Vinstr­i grænn­a um tvö prós­ent­u­stig frá síð­ast­a Þjóð­ar­púls­i en færr­i segj­ast styðj­a Mið­flokk­inn og minnk­ar fylg­i hans um eitt prós­ent. Rúm fjór­tán prós­ent segj­ast muni kjós­a VG en rúm­leg­a átta prós­ent Mið­flokk­inn.

Fylg­i ann­arr­a flokk­ar er lít­ið breytt mill­i mán­að­a. Tæp­leg­a 24 prós­ent segj­ast muni kjós­a Sjálf­stæð­is­flokk­inn, tólf prós­ent Pír­at­a og Sam­fylk­ing­u, rúm­leg­a tíu prós­ent Fram­sókn, tæp­leg­a tíu prós­ent Við­reisn, um fimm prós­ent Sós­í­al­ist­a­flokk Ís­lands og tæp fimm prós­ent Flokk fólks­ins.

Ef geng­ið yrði til Al­þing­is­kosn­ing­a í dag, sem fara fram í lok sept­em­ber, feng­i Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 17 þing­menn við kjör­dæm­a­út­hlut­un, VG níu, Pír­at­ar átta, Fram­sókn og Sam­fylk­ing sjö og Við­reisn ein­um færr­i. Þá feng­i Mið­flokk­ur­inn fimm þing­menn, Sós­í­al­ist­a­flokk­ur Ís­lands þrjá og Flokk­ur fólks­ins einn. Þó ber að taka töl­un­um með fyr­ir­var­a, þar sem töl­ur í hverj­u kjör­dæm­i fyr­ir sig eru ekki jafn mark­tæk­ar og heild­ar­nið­ur­stað­a Þjóð­ar­púls­ins vegn­a þess hve lít­ið úr­tak­ið er í hverj­u kjör­dæm­i fyr­ir sig.

Um tíu prós­ent þátt­tak­end­a tók ekki af­stöð­u eða vild­i ekki gefa hana upp. Þá sögð­ust átta prós­ent ekki ætla að kjós­a eða skil­a auðu.

Hart­nær 61 prós­ent þeirr­a sem tóku þátt sögð­ust styðj­a rík­is­stjórn­in­a, mun fleir­i en þeir sem segj­ast styðj­a ein­hvern þeirr­a flokk­a sem nú eru við stjórn. Þeir voru 48 prós­ent. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­in­a jókst um 0,4 prós­ent­u­stig mill­i mán­að­a.