Alls hafa fjór­ir flokk­ar beð­ið um end­ur­taln­ing­u í Suð­ur­kjör­dæm­i. Það eru Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Pír­at­ar, Sós­í­al­ist­a­flokk­ur og VG.

„Já, það hafa fleir­i flokk­ar en VG beð­ið um end­ur­taln­ing­u,“ seg­ir Þór­ir Har­alds­son, for­mað­ur yf­ir­kjör­stjórn­ar í Suð­ur­kjör­dæm­i, í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið í morg­un.

Hann segir að yfirkjörstjórn ætli að funda í dag og muni þá fara yfir það hvort að það verði talið aftur. Það verði ekki ljóst fyrr en eftir hádegi hvort að það verði gert.

Greint var frá því í gær að VG hefð­i kraf­ist end­ur­taln­ing­ar og í gær­kvöld­i tóku Pír­at­ar und­ir þá kröf­u.

Lýðræðisleg regla

Álf­heið­ur Eym­ars­dótt­ir, odd­vit­i flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæm­i, sagð­i á sam­fé­lags­miðl­um í gær­kvöld­i að í ljós­i nið­ur­stað­a væri það „ sjálf­sögð lýð­ræð­is­leg regl­a að end­ur­telj­a og gang­a úr skugg­a um að þess­i litl­i mun­ur sé rétt­ur“ og vís­að­i þá til þess að að­eins mun­að­i sjö at­kvæð­um á mill­i VG og Mið­flokks­ins í kjör­dæm­in­u.

„Þett­a skipt­ir engu máli fyr­ir nið­ur­stöð­ur Pír­at­a í kjör­dæm­in­u. Við virð­um lýð­ræð­ið og telj­um VG í full­um lýð­ræð­is­leg­um rétt­i til að fá end­ur­taln­ing­u í ljós­i stöð­unn­ar. Við hefð­um stað­ið með hvað­a fram­boð­i sem er í sömu stöð­um,“ seg­ir Álf­heið­ur í yf­ir­lýs­ing­unn­i.

Hún seg­ir að auk þess telj­i Pír­at­ar „gæð­a­tékk“ ekki sam­ræm­ast kosn­ing­a­lög­um og hvað þá „gæð­a­tékk“ þar sem um­boðs­menn eru ekki látn­ir vita eða eru ekki við­stadd­ir.

„Við höf­um kom­ið þess­um at­hug­a­semd­um á fram­fær­i við yf­ir­kjör­stjórn Suð­ur­kjör­dæm­is. Og beð­ið um skýr­ing­ar á því hvern­ig at­kvæð­a var gætt frá því taln­ing­u lauk í morg­un. Lýð­ræð­i -ekk­ert kjaft­æð­i!“ seg­ir hún að lok­um.