Sam­fylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykja­vík sam­kvæmt könnun sem Maskína fram­kvæmdi fyrir frétta­stofu Stöðvar 2. Meiri­hluti þeirra fjögurra flokka sem mynda meiri­hluta í borgar­stjórn heldur sam­kvæmt henni. Vísir greinir frá þessu.

Meiri­hlutinn heldur velli

Sam­fylkingin mælist með 22,7 prósent og fengi sex full­trúa. Við­reisn mælist nú með 7,5 prósent fylgi og fengi tvo full­trúa. Píratar eru í mikilli sókn og mælast með 13,3 prósent fylgi og þrjá full­trúa. Fylgi Vinstri grænna stendur í stað frá síðustu kosningum og mælast með 4,6 prósent fylgi, þeir myndu fá einn full­trúa ef úr­slitin yrðu svona.

Sjálf­stæðis­flokkurinn tapar fylgi

Fram­sóknar­flokkurinn mælist með 11,3 prósent fylgi og fengi þrjá full­trúa. Sjálf­stæðis­flokkurinn mælist nú með 21,8 prósent fylgi en hann hefur tapað miklu fylgi frá síðustu kosningum, en þá fékk flokkurinn 30.8 prósent at­kvæða. Sjálf­stæðis­flokkurinn fengi fimm full­trúa.

Flokkur fólksins mælist með 5 prósent fylgi og bætir við sig frá síðustu kosningum og fengi einn full­trúa. Sósíal­ista­flokkurinn bætir við sig einu prósentu­stigi frá síðustu kosningum og mælist með 7,5 prósent fylgi, flokkurinn myndi bæta við sig einum full­trúa og hafa þá tvo í borgar­stjórn. Mið­flokkurinn missir helming af fylgi sínu frá síðustu kosningum og mælist með 3,3 prósent, Mið­flokkurinn næði ekki manni inn.

Á­byrg fram­tíð mælist með 1,8 prósent fylgi og næði ekki manni inn, það sama á við um Reykja­vík besta borgin en þau mælast með 1,5 prósent fylgi.

Meiri­hlutinn gæti endur­nýjað sam­starf sitt

Flokkarnir sem mynda meiri­hlutann, Sam­fylking, Við­reisn, Píratar og Vinstri grænir, fá tólf full­trúa sam­kvæmt þessari könnun og gætu því endur­nýjað sam­starf sitt. Þau hafa minnsta mögu­lega meiri­hluta með tólf full­trúa. Minni­hluta­flokkarnir yrðu sam­tals með ellefu full­trúa.