Nýr þing­flokk­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins fund­ar nú í þing­hús­in­u, gert er ráð fyr­ir að fund­in­um ljúk­i fyr­ir há­deg­i. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 16 þing­menn í kosn­ing­un­um á laug­ar­dag sem er sami fjöld­i og í síð­ust­u kosn­ing­um.

Vel var mætt á fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í dag.
Fréttablaðið/Valli
Það er þétt setið hjá Sjálfstæðisflokknum.
Fréttablaðið/Valli
Eflaust er margt sem þarf að ræða.
Fréttablaðið/Valli

Framsókn fundar klukkan 16

Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins fund­ar klukk­an fjög­ur. Flokk­ur­inn bætt­i við sig fimm þing­mönn­um og eru núna þrett­án alls.

Will Þór Þórsson ræðir við blaðamann í þinghúsinu í dag.
Fréttablaðið/Valli

Fund­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins verð­ur í her­berg­i for­sæt­is­nefnd­ar þar sem þing­flokks­her­berg­i flokks­ins rúm­ar ekki nýj­an fjöld­a þing­mann­a. Vera kann að þing­flokk­ur Vinstr­i grænn­a þurf­i að skipt­a við Fram­sókn um dval­ar­stað í þing­hús­in­u og Fram­sókn end­ur­heimt­i græn­a her­berg­ið svo­kall­að­a.

„Við erum að hitt­ast og fá nýja þing­menn inn og fara yfir stöð­un­a. Svo þurf­um við að heyr­a í okk­ar for­ingj­a og heyr­a hvern­ig fund­ur þeirr­a þriggj­a fer og hvað kem­ur upp úr hon­um,“ seg­ir Will­um Þór Þórs­son, þing­flokks­for­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem mætt­ur var i þing­hús­ið upp úr klukk­an ell­ef­u til að und­ir­bú­a fund­inn þing­flokks­ins.

Einn þing­mað­ur flokks­ins, Hall­a Sig­ný Kristj­áns­dótt­ir, komst ekki á fund­inn vegn­a veð­urs og því var ver­ið að finn­a fjar­fund­ar­bún­að svo að þing­flokk­ur­inn gæti all­ur ver­ið sam­an.

Katrín fundaði með sínu fólki í gær.
Fréttablaðið/Anton Brink

VG fundaði í gær

Þing­flokk­ur Vinstr­i grænn­a fund­að­i klukk­an fjög­ur í gær og ekki er gert ráð fyr­ir öðr­um fund­i hjá þeim í dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétt­a­blaðs­ins munu for­menn stjórn­ar­flokk­an­a hitt­ast á fund­i í dag, en ó­lík­legt er að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur fari á fullt fyrr en ó­viss­u­þátt­um um end­an­leg­ar nið­ur­stöð­ur kosn­ing­a liggj­a fyr­ir.