Sprenging varð fyrir utan Hamir Karzai al­þjóða­flug­völlinn í Kabúl í dag. Samkvæmt afganska blaðamanninum Bilal Sarwary voru árásarmennirnir að minnsta kosti tveir.

Einn þeirra á að hafa sprengt sig í loft upp á meðan annar hóf skothríð á mannfjölda sem var samansafnaður fyrir utan flugvöllinn. Minnst 11 eru látnir og fjölmargir særðir.

Sprengingin átti sér stað við inn­gang Abbey-hliðisins þar sem breskir her­menn hafa staðið vörð undan­farna daga. Það er eitt þriggja hliða sem hefur verið lokað vegna yfir­vofandi hryðju­verka­ógna.

Hvíta húsið hefur stað­fest að Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hafi verið upp­lýstur um stöðu mála.

Myndir sem blaða­maðurinn Barzan Sadiq á Twitter sýna særða Af­gana í kjöl­far sprengingunnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.