Að minnsta kosti fimm­tíu eru látnir eftir sjálfs­morðs­á­rás í Kunduz í Afgan­istan. Mun þetta vera mann­skæðasta hryðju­verka­á­rásin í Afgan­istan frá því að Banda­ríkja­her yfir­gaf landið.

Á­rásin var gerð á Said Abad moskuna í borginni sem er notuð af shia múslimum sem eru minni­hluta­hópur í landinu en um 90% íbúa landsins eru sunní múslimar.

Yfir hundrað manns eru særðir eftir á­rásin og hefur hryðju­verka­hópur á vegum Íslamska ríkisins, IS-K, tekið á­byrgð á ó­dæðinu. Öfga­fullir sunni múslimar hafa í­trekað verið að ráðst á Shia múslima í landinu en fyrr­nefndi hópurinn telur þá síðar­nefnda vera trú­villinga.

Sam­kvæmt BBC gekk hryðju­verka­maður í sprengju­vesti inn í moskuna á meðan Shia múslimar voru við bæn.

Talíbanar á vettvangi að skoða moskuna eftir árásina.
Ljósmynd/EPA